Blue
Blue
Fyrirtækið
  • Um okkur
  • Mannauður
  • Framkvæmdastjórn
  • Stefnur
  • Fréttir
  • Skammtímaleiga
  • Ríkiskaup
  • Sækja um starf
  • Hafa samband
Langtímaleiga
  • Tryggingar
  • Leiguskilmálar
  • Panta tíma
  • Spurt og svarað
Samfélagslegábyrgð
  • Blue Cares
  • Góðgerðarfest Blue
  • Sækja um styrk
  • Styrkveitingar
Bílasala
Upplýsingar
  • Blue Car Rental ehf.
  • Blikavöllur 3
  • 235 Keflavík Airport, Iceland
  • blue@bluecarrental.is
  • +354 773 7070
Bílasala
  • Blue Car Rental ehf.
  • Blikavöllur 3
  • 235 Keflavík Airport, Iceland
  • blue@bluecarrental.is
  • +354 773 7070

25 málefni hlutu styrki frá Góðgerðarfesti Blue Car Rental 2025

29.október 2025

Fréttir

Þann 23. október síðastliðinn fór fram styrktarafhending frá Góðgerðarfesti Blue Car Rental 2025, þar sem rúmlega 30 milljónir króna voru afhentar til 25 góðgerðamála á Suðurnesjum og víðar.

Afhendingin fór fram á aðalútleigustöð Blue Car Rental að Blikavöllum 3 við Keflavíkurflugvöll, þar sem fulltrúar styrkþega tóku á móti styrkjunum sínum.

Allir styrkirnir komu frá framlögum fyrirtækja og einstaklinga sem tóku þátt í Góðgerðarfestinu í ár, og runnu óskipt til góðra málefna.

Styrkþegar Góðagerðarfests Blue Car Rental 2025 við afhendingu styrkja.

Styrkþegar Góðgerðarfests Blue Car Rental 2025

Þetta eru þau félög sem hlutu styrki frá Góðgerðarfesti Blue Car Rental árið 2025, ásamt stuttri kynningu á þeirra þarfa og góða starfi:

  • Ásgarður – Stuðningsúrræði og þjónusta fyrir einstaklinga með fjölbreyttar þarfir í Sandgerðisskóla.

     
  • Björgin – Stuðningsmiðstöð sem veitir ráðgjöf, fræðslu og aðstoð fyrir einstaklinga og fjölskyldur í vanda.

     
  • Björgunarsveitin á Suðurnesjum – Sinnir mikilvægu björgunar- og öryggisstarfi á svæðinu, jafnt á landi sem sjó.

     
  • Dagdvöl aldraða – Veitir eldri borgurum á Suðurnesjum félagsskap, umönnun og stuðning í daglegu lífi.

     
  • Eikin – Sérúrræði fyrir börn og ungmenni með fjölbreyttar þarfir, með áherslu á öruggt og uppbyggilegt umhverfi í Holtaskóla

     
  • Gerðaskóli – Stuðningsúrræði og þjónusta fyrir einstaklinga með fjölbreyttar þarfir í Gerðaskóla.

     
  • Háaleitisskóli – Stuðningsúrræði og þjónusta fyrir einstaklinga með fjölbreyttar þarfir í Háaleitisskóla.

     
  • Heiðarholt – Skammtímadvöl fyrir einstaklinga með stuðningsþarfir.

     
  • Hjallatún – Leikskóli sem heldur úti sérstöku skynjunarherbergi sem veitir börnum með sérstakar stuðningsþarfir öruggt og róandi rými til að efla einbeitingu og vellíðan.

     
  • Hlýjan – Hlýjan er nýtt, gjaldfrjálst úrræði í Reykjanesbæ sem býður 13–18 ára ungmennum upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf, hlýjan stuðning og lausnamiðaðar viðtölur til að efla andlega líðan og vellíðan.

     
  • Hæfingarstöðin – Dagþjónusta fyrir fatlað fólk.

     
  • Íþróttafélagið Nes – Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum sem býður fjölbreytta íþróttastarfsemi fyrir börn og fullorðna.

     
  • Krabbameinsfélag Suðurnesja – Styrkir forvarnir, fræðslu og stuðning við einstaklinga og fjölskyldur sem glíma við krabbamein.

     
  • Lindin – Sérúrræði fyrir nemendur í Akurskóla.

     
  • Minningarsjóður Ölla – Styður við börn og ungmenni í íþróttum og menningu til heiðurs minningu Ölla.

     
  • Minningarsjóður Ragga Margeirs – Leggur sitt af mörkum til góðgerðarmála á Suðurnesjum til minningar um Ragga Margeirs.

     
  • Njarðvík – körfuboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir – Verkefni sem skapar vettvang fyrir börn með sérþarfir til að æfa körfubolta

     
  • Öspin – Sérúrræði fyrir nemendur í Njarðvókurskóla.

     
  • Píeta – Samtök sem vinna að sjálfsvígsforvörnum og bjóða upp á ókeypis ráðgjöf fyrir einstaklinga í sjálfsvígshættu og aðstandendur þeirra.

     
  • Rauði krossinn á Suðurnesjum – Vinnur að mannúðarmálum og félagslegum stuðningi í nærsamfélaginu.

     
  • Reykjadalur – Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og hefur frá upphafi verið frumkvöðull í þjónustu við fötluð börn og ungmenni. Meginmarkmið félagsins er að stuðla að velferð fólks með fötlun, þá einkum barna.

     
  • Riddaragarður Stóru Vogaskóli – Sérverkefni innan Stóru Vogaskóla sem styður börn með sérþarfir í skapandi og hvetjandi umhverfi.

     
  • Suðurhlíð – Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

     
  • Þingvellir – Stuðningsúrræði og þjónusta fyrir einstaklinga með fjölbreyttar þarfir í Heiðarskóla

     
  • Viðja – Stuðningsúrræði og þjónusta fyrir einstaklinga með fjölbreyttar þarfir í Millubakkaskóla.

     

 

Þessi fjölbreytti hópur styrkþega endurspeglar það sem Góðgerðafest Blue Car Rental stendur fyrir. Sem er samfélagslega samstöðu, kærleik og stuðning við þau sem vinna óeigingjarnt starf í þágu annarra.

Metsöfnun: Yfir 30 milljónir í góð málefni

Í ár safnaðist metupphæð, en alls komu yfir 30 milljónir króna á Góðgerðafesti Blue Car Rental 2025. 

Góðgerðafest Blue Car Rental hefur verið haldin sex sinnum frá upphafi, og með afhendingunni í ár hefur yfir 100 milljónum króna verið úthlutað til góðgerðamála á fimm árum.

Tilgangur Góðgerðafests hefur frá fyrsta degi verið skýr: að styðja við samtök, skóla og úrræði sem vinna ómetanlegt starf í nærumhverfinu.

Blue Car Rental þakkar öllum sem tóku þátt í Góðgerðafest 2025 – fyrirtækjum, einstaklingum og gestum hátíðarinnar fyrir frábæran árangur og ómetanlegan stuðning.

Myndir frá styrktarafhendingunni og Góðgerðafesti 2025 hafa þegar verið birtar á samfélagsmiðlum Blue Car Rental.

  • Instagram
  • Facebook

 

Deila