Samfélagsleg ábyrgð

Góðgerðarfest Blue Car Rental var haldið í sjötta sinn um miðjan október og tókst hátíðin einstaklega vel þetta árið. Góðgerðarfestið er ein af leiðum Blue Car Rental til að styrkja samfélagsleg verkefni og vekja athygli á þeim mikilvægu málefnum og störfum sem unnin eru á svæðinu.
Kvöldið og aðdragandi þess er vettvangur fyrir fyrirtæki og einstaklinga til að koma saman í krafti fjöldans og láta gott að sér leiða. Til dagsins í dag hafa yfir 100 milljónir safnast í frábær málefni með framlögum þessara fyrirtækja og einstaklinga.
Hver króna sem kemur inn rennur óskipt í söfnunina en framlögin og sá samtakamáttur sem myndast er það sem hátíðin stendur fyrir. Í ár söfnuðust yfir 30 milljónir og er stefnan að gera jafnvel enn betur á næsta ári.
Sjáumst á Góðgerðarfesti Blue Car Rental 2026!