Í lok maí fengu við þær Ingu Lind og Freydísi, nemendur í 10. bekk í Heiðarskóla, í starfskynningu hjá Blue Car Rental. Þar fengu þær að kynnast fjölbreyttu og skemmtilegu starfi bílaleigunnar og fylgjast með hvernig dagurinn gengur fyrir sig á mismunandi starfsstöðvum fyrirtækisins.
Dagurinn hófst á aðalskrifstofu Blue Car Rental við Hafnargötu 55 þar sem þær sátu meðal annars vikulegan stöðufund og fengu innsýn í skipulag og daglegt starf stjórnenda. Eftir það héldu þær á Blikavelli, þar sem aðal útleigustöð og þvottastöð fyrirtækisins er staðsett. Þar fengu þær að kynnast starfsemi okkar á svæðinu og fylgjast með þjónustu við viðskiptavini og umhirðu bílaflotans. Að lokum lá leiðin á Hólmbergsbraut, þar sem verkstæði Blue Car Rental er staðsett, og þar fengu þær að sjá hvernig við þjónustum og viðhöldum bílunum okkar.
Við viljum þakka Ingu Lind og Freydísi fyrir heimsóknina. Það var frábært að fá þær í heimsókn, og við óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.
Birgir Ólafsson, fjármálastjóri Blue Car Rental, var einn af þremur ræðumönnum á ráðstefnu Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) um áætlunargerð í ferðaþjónustu sem haldin var 26. maí síðastliðinn.
Ráðstefnan sem bar yfirskriftina „Betri yfirsýn – bættur rekstur“, var haldin í samstarfi við KPMG og Advise og var streymt beint frá höfuðstöðvum SAF í Borgartúni.
Markmið ræðumanna á ráðstefnunni var að svara spurningunni: Hvernig getur áætlunagerð og bætt innsýn í rekstartölur aukið árangur í starfi?
Í erindi sínu „Lifandi áætlun í breytilegu umhverfi“ deildi Birgir hagnýtum lausnum í áætlunargerð og lagði áherslu á mikilvægi þess að hafa skýra yfirsýn yfir tekjur, kostnað og markaðsbreytur:
„Lifandi áætlun kallar á virka þátttöku og sveigjanleika; verum á undan, ekkert óvænt,“ sagði Birgir og undirstrikaði þannig gildi þess að geta brugðist rétt við breyttum aðstæðum.
Það er alltaf ánægjulegt og mikill heiður þegar stjórnendur og starfsmenn Blue Car Rental fá tækifæri til að miðla þekkingu sinni og reynslu.
Birgir stóð sig með stakri prýði á ráðstefnunni og uppskar verðskuldað lófatak og lof fyrir sitt framlag. Bæði frá viðstöddum í salnum og áhorfendum heima.
Vel gert, Biggi!
Um miðjan maí fékk fyrirtækið Terra afhentan sinn fyrsta Kia EV3 rafbíl í langtímaleigu frá Blue Car Rental. Bíllinn var afhentur við starfsstöð Blue á Fiskislóð í Reykjavík, þar sem Óli Hafsteinn, vaktstjóri hjá Blue, afhenti Guðna Má Ægissyni, sérfræðingi í upplýsingatæknideild Terra, lyklana að nýja rafbílnum.
Samstarf Blue Car Rental og Terra hefur verið farsælt undanfarin ár og markar afhending EV3-bílsins næsta skref í vistvænni bílanotkun Terra.
Terra er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum og félögum sem Blue Car Rental þjónustar um land allt. Á síðustu árum hefur áhersla Blue á vistvænar lausnir aukist, meðal annars með fjölgun rafbíla í bílaflota fyrirtækisins.
Dacia Bigster er nýjasta viðbótin í bílaleiguflóru Blue Car Rental og fer hann í útleigu á næstu dögum. Alls bætast 60 eintök af Dacia Bigster við bílaflota fyrirtækisins og ljóst er að mikil eftirvænting ríkir fyrir bílnum í sumar.
Bigster er nú þegar farinn að bókast vel og allt bendir til þess að hann verði einn af vinsælustu bílaleigubílum Blue Car Rental sumarið 2025.
„Mér líst mjög vel á hann,“ segir Birgir Ólafsson, fjármálastjóri Blue Car Rental.
„Þetta er góður ferðabíll með góða veghæð og virkar almennt mjög vel. Við vitum að erlendir ferðamenn sækjast mikið í svona bíla.“
Dacia Bigster er öflug viðbót við þann fjölbreytta flota sem Blue Car Rental býður viðskiptavinum sínum upp á. Dacia Duster hefur lengi verið vinsælasti bílaleigubíllinn hjá fyrirtækinu, en með komu Bigster er Blue sannarlega betur í stakk búið að mæta fjölbreyttum þörfum ferðamanna sem leggja land undir fót á Íslandi.
Blue Car Rental og Knattspyrnudeild Keflavíkur hafa skrifað undir nýjan styrktarsamning þar sem Blue verður áfram stærsti styrktaraðili félagsins næstu tvö árin. Samningurinn var undirritaður á stuðningsmannakvöldi Keflavíkur þann 6. maí og markar nýjan áfanga í langvarandi og farsælu samstarfi fyrirtækisins við knattspyrnudeildina.
Um er að ræða samning til tveggja ára og er hann sá stærsti í sögu Knattspyrnudeildar Keflavíkur. Samstarfið tryggir áframhaldandi sýnileika Blue Car Rental á öllum treyjum liðsins frá yngstu iðkendum til meistaraflokka.
„Sem miklir Keflvíkingar eru við afar stoltir af þessu samstarfinu og sjáum þetta ekki einungis sem auglýsingu heldur sem raunverulegt og mikilvægt samfélagssamstarf,“ segja bræðurnir Magnús Sverrir og Þorsteinn Þorsteinsson, eigendur Blue Car Rental.
„Það er okkur hjartans mál að styðja við öflugt íþróttastarf á Suðurnesjum og leggja okkar af mörkum til jákvæðra áhrifa í samfélaginu. Við hlökkum til að fylgjast með framhaldinu og vera hluti af þessari vegferð.“
Böðvar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði við undirritun samningsins að hann væri afar þakklátur fyrir stuðninginn og undirstrikaði hversu mikilvægt væri fyrir félagið að hafa trausta og sterka samstarfsaðila.
„Við erum óendanlega þakklát starfsfólki og stjórnendum Blue fyrir ómetanlegan stuðning sem nær langt út fyrir knattspyrnudeildina. Blue Car Rental er ekki aðeins bakhjarl okkar heldur einnig sterkur stuðningsaðili íþróttahreyfingarinnar í heild og fjölmargra samfélagsverkefna.“
Í ljósi þess að Blue Car Rental vinnur að endurmörkun vörumerkisins munu stelpurnar í Keflavík hefja tímabilið með auða framhlið á treyjunum, en verða jafnframt fyrstar til að bera nýja lógóið þegar það verður kynnt síðar í sumar. Karlaliðið mun hefja tímabilið með núverandi merki, en stefnt er að því að uppfæra treyjurnar þeirra í samræmi við nýtt útlit síðar í sumar.
Blue Car Rental hefur verið traustur bakhjarl knattspyrnunnar í Keflavík um árabil og með þessum nýja samningi er tryggt að það samstarf haldi áfram að blómstra.
Á dögunum tóku millistjórnendur Blue Car Rental þátt í fjögurra daga stjórnendanámskeiði sem ætlað var að styrkja þá í hlutverki sínu sem leiðtogar og stjórnendur. Námskeiðið var haldið af Ragnari Matthíassyni mannauðsráðgjafa og var bæði hagnýtt og hvetjandi.
Áhersla var lögð á atriði eins og tímastjórnun, sjálfstraust, samskipti, stjórnunaraðferðir og mannauðsstjórnun. Þátttakendur fengu tækifæri til að skoða eigin stjórnunarstíl, læra hvernig best sé að veita endurgjöf, bæta upplýsingaflæði og styðja við gott starfsumhverfi. Einnig var fjallað um mikilvægi þess að stjórnendur hafi áhrif á vinnustaðamenningu og geti leitt breytingar með jákvæðum hætti.
Námskeiðið einkenndist af líflegum umræðum, raunhæfum dæmum og verkefnum sem tengdust beint daglegum verkefnum þátttakenda. Það var frábært að sjá hversu vel hópurinn tók þátt og hvað allir höfðu mikið að segja og deila.
Við erum virkilega stolt af því að eiga svona öflugt stjórnendateymi og hlökkum til að sjá áframhaldandi áhrif námskeiðsins í okkar daglega starfi.
Það var sannkölluð hátíð á Hæfingarstöðinni í Reykjanesbæ þegar tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, mætti á Páskagleði 8 apríl síðastalinn og tók nokkur lög fyrir gesti.
Viðburðurinn var á vegum Blue Car Rental og vakti mikla lukku meðal viðstaddra. Prettyboitjokkó lét ekki sitt eftir liggja og skapaði einstaka stemningu með lifandi tónlist, kveðjum og gleði. Auk þess að færa öllum vegleg páskaegg að gjöf.
Meðlimir Hæfingarstöðvarinnar tóku þátt af mikilli innlifun ásamt starfsfólki stöðvarinnar og nokkrum starfsmönnum Blue Car Rental, sem stóðu fyrir viðburðinum.
Blue Car Rental leggur sérstaka áherslu á að styðja við sitt nærumhverfi og hefur átt farsælt og ánægjulegt samstarf við Hæfingarstöðina um árabil. Það var því sérstaklega dýrmætt að fá tækifæri til að eiga þessa gleðistund með því frábæra fólki sem þar starfar og sækir þjónustu.