
Frá og með 1. janúar 2026 taka gildi ný lög um kílómetragjald sem ná til allra tegunda bifreiða. Hingað til hefur gjaldið aðeins gilt fyrir raf- og tengiltvinnbíla, en samkvæmt nýju lögunum munu stjórnvöld nú innheimta gjaldið af öllum ökutækjum.
Kílómetragjaldið er 6,95 krónur á hvern ekinn kílómetra.
Hvað þýðir þetta fyrir langtímaleigu hjá Blue?
Innleiðing kílómetragjaldsins felur í sér aukna vinnu við innheimtu, utanumhald, skráningar og skil til ríkissjóðs. Til að standa undir þeirri vinnu mun Blue innheimta þjónustugjald að upphæð 1.550 kr. á mánuði (án vsk.).
Fyrirkomulagið verður eftirfarandi:
Blue innheimtir fyrirfram þann fjölda kílómetra sem kveðið er á um í samningi Að auki bætist við mánaðarlegt þjónustugjald. Fyrirkomulagið tryggir fyrirsjáanleika, gagnsæi og einfaldara utanumhald fyrir viðskiptavini
Skráning kílómetrastöðu
Til að tryggja rétta innleiðingu breytingarinnar óskum við eftir að viðskiptavinir skrái núverandi kílómetrastöðu bifreiðar eigi síðar en 28. desember.
Skráning fer fram hér:
Ef spurningar vakna er hægt að senda á langtimaleiga@blue.is

19.desember 2025
Sigurvegari Jólaláns Blue 2025
Blue bílaleiga stóð nýverið fyrir leik sem bar nafnið Jólalán Blue þar sem þátttakendur skráðu sig til leiks til þess að eiga von um að vinna afnot af bíl í heilt ár. Alls tóku um 5.000 manns þátt í leiknum.
Andrea var dregin út sem sigurvegari og hlaut afnot af Kia Stonic í 12 mánuði.
Í samstarfi við systur hennar og föður var Andreu heldur betur komið á óvart, viðbrögðin létu ekki á sér standa. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni var gleðin ósvikin þegar Andrea áttaði sig á vinningnum.
Blue jólalán var haldið til að kynna langtímaleigu Blue, þar sem áhersla er lögð á einfalt ferli, skýra skilmála og sveigjanlega bílanotkun til lengri tíma.
Blue þakkar öllum sem tóku þátt í leiknum fyrir mikinn áhuga og óskar Andreu innilega til hamingju með vinninginn.
Sjá video hér

18.nóvember 2025
Hjá Blue Car Rental leggjum við áherslu á að starfsfólkið okkar líði vel því heilbrigt og hvetjandi vinnuumhverfi er forsenda góðrar þjónustu og sterkrar liðsheildar. Við trúum því að heilbrigt vinnuumhverfi sé grunnurinn að góðri þjónustu, öflugum teymum og jákvæðri fyrirtækjamenningu.
Til að styðja við þessa sýn höfum við innleitt þrjú lykilverkefni sem vinna saman að því markmiði að skapa öruggan og hvetjandi vinnustað:
Velferðartorg Blue í gegnum Kara Connect er vettvangur fyrir starfsfólk til að sækja sér fræðslu með lesefni og fyrirlestrum sem miða að því að auka vellíðan. Þar má finna efni um jafnvægi milli vinnu og einkalífs, hreyfingu, svefn, næringu og ráðgjöf allt á einum stað. Starfsfólk getur einnig bókað 3 tíma á ári hjá sérfræðingi sér að kostnaðarlausu.
EKKO-áætlunin stendur fyrir Aðgerðir gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Hún markar skýra afstöðu Blue Car Rental: að engin birtingarmynd slíks hegðunar sé liðin. Með fræðslu, viðbragðsferlum og opnum samtölum viljum við tryggja að starfsfólk upplifi öryggi, virðingu og traust í vinnunni.
SamskiptastefnaBlue, sem ber heitið Leiðin, er sameiginleg yfirlýsing starfsfólks um hvernig við viljum umgangast hvert annað í daglegu starfi og samskiptum. Hún er samin í samvinnu við starfsfólk og byggir á eftirfarandi: hjálpsemi, vexti, umhyggju og samskiptahæfni.
Markmiðið er að skapa vinnuumhverfi þar sem traust, virðing og samvinna eru í fyrirrúmi – þar sem fólk finnur að framlag þess skiptir máli og að allir hafi rödd.
Viðverustefna Blue sem ætlað er að styðja við, hlúa að starfsfólki og skapa vinnustað sem leggur áherslu á gott starfsumhverfi sem styður og sameingar þarfir starfsfólks og fyrirtækis. Hún styður með samræmdum og sanngjörnum hætti við fjarveru frá vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma.
Verkefnin eru öll innleidd með það markmið að vinna stöðugt að velferð starfsfólks. Við vitum að það krefst stöðugrar vöktunar og vökvunar. Þegar starfsfólkið líður vel, gengur fyrirtækinu vel.


14.nóvember 2025
Blue Car Rental hefur nú tekið í notkun nýjan og fullkominn sprautuklefa frá UZI Italia, sem styrkir vinnuferla og eykur afkastagetu á verkstæðinu verulega. Klefinn er liður í heildaruppbyggingu þjónustu Blue og styður við markmið fyrirtækisins um öryggi, einfaldleika og áreiðanleg gæði.
Framkvæmdir við verkstæðið hófust í mars og fólu meðal annars í sér flutning og endurskipulagningu á sprautuverkstæði. Rúðuverkstæðið var flutt í nýtt rými, réttingarverkstæði sett upp í sér rými og blöndunaraðstaða málningardeildar uppfærð. Í júní hófst undirbúningur fyrir grunnvinnu nýja klefans og í ágúst kom sérfræðingur frá UZI Italia til að leiða uppsetninguna. Verkstæðið var tekið í fulla notkun í byrjun september.
Með þessum breytingum hefur deildin nú tvo klefa þar sem hægt er að grunna, mála, slípa og baka í sama klefanum, ásamt þeim klefa sem þegar var til staðar. Þessar viðbætur tryggja meiri hraða, stöðugleika og betri nýtingu í daglegum verkefnum.
Ágúst Aðalbjörnsson, yfirmaður sprautuverkstæðis Blue Car Rental, segir framkvæmdina stórt framfaraskref:
„Við erum gríðarlega ánægð með nýja klefann og þær breytingar sem fylgdu honum. Þetta er góð viðbót fyrir teymið og skilar sér bæði í bættri vinnuaðstöðu og enn hærri gæðum á þeim bílum sem fara út til viðskiptavina. Þetta er fjárfesting sem mun nýtast Blue til langs tíma.“
Með þessari uppfærslu hefur Blue Car Rental skapað eitt besta vinnuumhverfi sem þekkist í þessum geira á Íslandi. Endurbætt aðstaða og háþróuð tækni tryggja að hver bíll sem fer út uppfylli ströngustu gæðakröfur og styður þannig við loforð Blue um örugga, trausta og áhyggjulausa upplifun.





31.október 2025
Blue Car Rental er Framúrskarandi fyrirtæki árið 2025. Viðurkenningin var veitt af Creditinfo Ísland við hátíðlega athöfn í Hörpu þann 30. október sl.
Aðeins þau fyrirtæki sem skara fram úr í rekstri og uppfylla ströng skilyrði Creditinfo hljóta þessa viðurkenningu. Það var því sérstaklega ánægjulegt fyrir stjórnendur Blue Car Rental að taka á móti viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins.
Fyrir hönd Blue Car Rental tóku við viðurkenningunni;
Magnús Sverrir Þorsteinsson, forstjóri, Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og Birgir Ólafsson, fjármálastjóri.
Blue Car Rental er í flokki stórra fyrirtækja og ein af fáum bílaleigum landsins sem hafa hlotið þessa nafnbót í þeim flokki.
Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem fyrirtækið hlýtur viðurkenninguna, sem endurspeglar öflugan og traustan rekstur þess.
Viðurkenningin er jafnframt mikilvæg hvatning til framtíðar. Blue Car Rental hyggst áfram leggja áherslu á að þróa þjónustu sína, fjárfesta í nýjum lausnum og styrkja stöðu sína sem leiðandi afl í ferðaþjónustu á Íslandi.
Hér má lesa um fyrri viðurkenningu Blue Car Rental frá árinu 2024.
Í 16 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn.
Vottunin er mikilvægur þáttur í að efla traust og sýnir fram á stöðugleika, ábyrgð og fagmennsku þeirra fyrirtækja sem standast ströng skilyrði Creditinfo. Aðeins lítill hluti íslenskra fyrirtækja fær þessa viðurkenningu ár hvert.
Lesa má nánar um viðurkenninguna á vefsíðu Creditinfo.


29.október 2025
Þann 23. október síðastliðinn fór fram styrktarafhending frá Góðgerðarfesti Blue Car Rental 2025, þar sem rúmlega 30 milljónir króna voru afhentar til 25 góðgerðamála á Suðurnesjum og víðar.
Afhendingin fór fram á aðalútleigustöð Blue Car Rental að Blikavöllum 3 við Keflavíkurflugvöll, þar sem fulltrúar styrkþega tóku á móti styrkjunum sínum.
Allir styrkirnir komu frá framlögum fyrirtækja og einstaklinga sem tóku þátt í Góðgerðarfestinu í ár, og runnu óskipt til góðra málefna.

Þetta eru þau félög sem hlutu styrki frá Góðgerðarfesti Blue Car Rental árið 2025, ásamt stuttri kynningu á þeirra þarfa og góða starfi:
Þessi fjölbreytti hópur styrkþega endurspeglar það sem Góðgerðafest Blue Car Rental stendur fyrir. Sem er samfélagslega samstöðu, kærleik og stuðning við þau sem vinna óeigingjarnt starf í þágu annarra.
Í ár safnaðist metupphæð, en alls komu yfir 30 milljónir króna á Góðgerðafesti Blue Car Rental 2025.
Góðgerðafest Blue Car Rental hefur verið haldin sex sinnum frá upphafi, og með afhendingunni í ár hefur yfir 100 milljónum króna verið úthlutað til góðgerðamála á fimm árum.
Tilgangur Góðgerðafests hefur frá fyrsta degi verið skýr: að styðja við samtök, skóla og úrræði sem vinna ómetanlegt starf í nærumhverfinu.
Blue Car Rental þakkar öllum sem tóku þátt í Góðgerðafest 2025 – fyrirtækjum, einstaklingum og gestum hátíðarinnar fyrir frábæran árangur og ómetanlegan stuðning.
Myndir frá styrktarafhendingunni og Góðgerðafesti 2025 hafa þegar verið birtar á samfélagsmiðlum Blue Car Rental.

28.október 2025
Góðgerðarfest Blue Car Rental var haldin í fimmta sinn 18. október sl. og sló söfnunin í ár öll fyrri met. Í heildina hafa nú safnast yfir 100 milljónir króna og hefur hver einasta króna runnið til góðra málefna.
Tilgangur Góðgerðarfestar er, og hefur ávallt verið, að safna fjármunum til verkefna sem eru mikilvæg fyrir samfélagið. Má þar nefna Hæfingarstöðina, Íþróttafélagið NES, auk sérúrræða grunnskóla og dagdvalar aldraðra. Í ár bárust yfir 60 umsóknir um styrk og þurfti að velja úr fjölmörgum verðugum verkefnum. Lagt var sérstök áhersla á málefni sem styðja einstaklinga með meiri stuðningsþarfir en aðrir og félög sem vinna mikilvægt starf fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Starfsfólk Blue Car Rental hafa á liðnum vikum farið víða í heimsóknir og séð með eigin augum hversu miklu styrkirnir skipta í daglegu starfi þessara samtaka. “Með því að kynna málefnin og segja sögur þeirra viljum við vekja athygli á því frábæra starfi sem unnið er í samfélaginu okkar. Og í leiðinni hvetja fleiri til að taka þátt.”
„Við erum ótrúlega stolt af þessari hátíð. Það er frábært að geta stutt þessi málefni og séð áhrif þeirra með eigin augum. Hver króna skiptir máli fyrir þessi félög og samtök,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Blue Car Rental.

Stuðningur fyrirtækja, einstaklinga og sjálfboðaliða er hornsteinn Góðgerðarfest Blue Car Rental. Markmið hátíðarinnar er að virkja nærumhverfið, efla tengsl og beina fjármunum þangað sem þeirra er mest þörf.
„Góðgerðarfest er ekki aðeins skemmtun, hún er afrakstur samstöðu sem skilar sér í raunverulegum umbótum á Suðurnesjum og víðar,” segir Magnús Sverrir Þorsteinnsson, forstjóri Blue Car Rental.
Frá því að Góðgerðafest var fyrst haldin hefur hátíðin stækkað ár frá ári. Á sex árum hefur hún þróast úr hugmynd á verkstæði í einn stærsta góðgerðarviðburð landsins og orðið tákn um það hvað samvinna og góðvild geta skapað.
Í ár mættu um 900 gestir, rúmlega 100 fyrirtæki og einstaklingar styrktu verkefnið og söfnuðust yfir 30 milljónir króna, sem verða úthlutaðar til 25 málefna. Heildarsöfnun Góðgerðafestar á þessum sex árum nemur nú yfir 100 milljónum króna.
Í ár var Reiðhöllinni hjá Mána í Reykjanesbæ breytt í einstakt hátíðarrými þar sem tónlist, gleði og samhugur var í forgrunni.
Gestir mættu í hefðbundnum októberhátíðarbúningum, lederhosen og dirndl-kjólum, og gæddu sér á pylsum, snitzel og pretzel líkt og tíðkast á hátíðum í Bæjaralandi. Samhliða tónlist, mat og samveru skapaðist einstök stemning sem hefur verið einkennandi fyrir Góðgerðafest frá fyrstu tíð.
Blue Car Rental vill senda innilegar þakkir til fyrirtækja, félaga, listamanna og gesta og allra þeirra sem tóku þátt í að gera Góðgerðarfest 2025 að ógleymanlegri hátíð
Lesa má meira um áhrif styrkjanna og sjá myndir frá heimsóknum og hátíðinni á samfélagsmiðlum Blue Car Rental
· Facbook
· Youtube
Hér má einnig er að finna nánari upplýsingar um Góðgerðafest, fyrri úthlutanir og samfélagsverkefni Blue Car Rental.