Sigurvegari Jólaláns Blue 2025
Blue bílaleiga stóð nýverið fyrir leik sem bar nafnið Jólalán Blue þar sem þátttakendur skráðu sig til leiks til þess að eiga von um að vinna afnot af bíl í heilt ár. Alls tóku um 5.000 manns þátt í leiknum.
Andrea var dregin út sem sigurvegari og hlaut afnot af Kia Stonic í 12 mánuði.
Í samstarfi við systur hennar og föður var Andreu heldur betur komið á óvart, viðbrögðin létu ekki á sér standa. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni var gleðin ósvikin þegar Andrea áttaði sig á vinningnum.
Blue jólalán var haldið til að kynna langtímaleigu Blue, þar sem áhersla er lögð á einfalt ferli, skýra skilmála og sveigjanlega bílanotkun til lengri tíma.
Blue þakkar öllum sem tóku þátt í leiknum fyrir mikinn áhuga og óskar Andreu innilega til hamingju með vinninginn.
Sjá video hér