Við erum miklu meira en bílaleiga
Við vitum hvað þarf til að ná framúrskarandi árangri og sú vinna stoppar aldrei. Samkeppnin á okkar markaði er mikil og það kallar á orku, sveigjanleika og nýstárlegra hugsana að leiða á okkar markaði.
Eigðann frá okkur, úrval sölubíla á skrá
Úrval notaðra bíla til sölu hjá Blue í frábæru standi Yfirfarnir af okkar hágæða starfsmönnum fyrir hverja sölu
Leigðann hjá okkur
Langtímaleiga Blue sniðin að þínum kröfum og fjárhag.
Erum með úrval bíla í langtímaleigu allt frá rafmagnsbílum,
tengitvinnbílum og þessum venjulega
Góðgerðarfest Blue Car Rental verður haldið í fimmta sinn um miðjan október og er undirbúningur fyrir þessa miklu veislu þegar hafinn. Góðgerðarfestið er ein af leiðum Blue Car Rental til að styrkja samfélagsleg verkefni og vekja athygli á þeim mikilvægu málefnum og störfum sem unnin eru á svæðinu.
Hjá Blue Car Rental ríkir virðing fyrir ólíkum störfum og starfsfólk vinnur sem ein heild. Tilgangur jafnlaunastefnunnar er að styðja við farsælan rekstur fyrirtækisins ásamt því að tryggja að allt starfsfólk Blue Car Rental njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Samfélagsábyrgð fyrirtækja felst í því að fyrirtæki markar sér stefnu þar sem viðskiptahættir þess tekur tillit til félagslegra, umhverfislegra og siðferðislegra þátta samfélagsins. Við teljum að það sé fyrirtæki í hag en ekki óhag að fylgja slíkri stefnu.
Styrkjum frá Góðgerðafest Blue Car Rental var úthlutað við hátíðlega athöfn á skrifstofu Blue Car Rental við Keflavíkurflugvöll þann 24. október. Þar mættu fulltrúar styrkþega og tóku á móti styrkjum.
Ljóst er að styrkirnir skipta þessi málefni gífurlega miklu máli og munu styðja við og efla þeirra mikilvægu starfsemi.
“Þó að hátíðin sé skemmtileg þá er það úthlutun styrkjanna sem er undirstaðan í Góðgerðarfestinu og ástæðan fyrir því að við leggjum í þessa vinnu. Undirbúningurinn að Góðgerðarfestinu er margra mánaða vinna og uppskeran er svo sannarlega úthlutinin og þakklætið sem fylgir því,” segir Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Blue Car Rental.
Alls söfnuðust um 25 milljónir króna, sem alfarið komu frá framlögum fyrirtækja og einstaklinga, og runnu þær óskipt til 17 góðgerðamála.
Þau málefni sem hlutu styrk að þessu sinnu voru:
Í ár lögðu 93 fyrirtæki söfuninni lið, ásamt fjölda einstaklinga, og eins og sjá má eru styrktaraðilar stoltir af því að vera hluti af Góðgerðafest Blue Car Rental.
“Við hjá Bílaumboðinu Öskju höfum frá upphafi stutt við þetta frábæra framtak félaga okkar hjá Blue Car Rental. Málefnin og þau samtök sem hafa hlotið stuðning á undanförnum árum eru bæði nauðsynleg og mikilvæg fyrir nærsamfélagið í Reykjanesbæ.
Það var okkur sönn ánægja að taka þátt sem endra nær enda mikill fjöldi einstaklinga og fyrirtækja í Reykjanesbæ sem hafa tengingu við okkur og umboðsaðila Ösku í Reykjanesbæ, K-Steinarsson. Góðgerðarfestið er frábær skemmtun og alltaf gaman að mæta og fá að njóta gleðinnar sem hátíðin ber með sér,” segir Kristmann Freyr Dagsson, Sölustjóri Kia.
"Góðgerðarfest Blue Car Rental er í alla staði frábært framtak sem hefur það markmið að styrkja ýmis málefni sem verðskulda meiri athygli og stuðning í samfélaginu. Um leið gefur þetta fyrirtækjum í landinu tækifæri til að leggja sitt af mörkum í þágu verðugra málefna. Blue Car Rental hefur verið í samstarfi við Sahara í mörg ár og þess vegna er það okkur bæði sönn ánægja og heiður að taka þátt í Góðgerðarfest Blue," segir Hallur Jónasson, Sölu- og Gæðastjóri Sahara.
"Við erum stolt af því að leggja góðum málstað lið með stuðningi okkar við Góðgerðarfest Blue og vera hluti af þessari frábæru hátíð sem snýst um að gefa til baka," segir Loftur G. Matthíasson, Framkvæmdastjóri AB Varahluta.
"Góðgerðarfestið er einstaklega falleg leið til að tengja viðskiptavini Blue car við þau góðgerðarmál sem styrkja á hverju sinni. Á sama tíma er þetta tækifæri til að hittast og gleðjast saman. Mannverk er stolt að fá að vera hluti af Góðgerðarfestinu," segir Hjalti Gylfason, Framkvæmdastjóri þróunar hjá Mannverk.
Við hjá Blue Car Rental erum afar stolt af því að hafa verið eitt af þeim fyrirtækjum sem hlaut viðurkenningu frá Creditinfo Ísland fyrir framúrskarandi árangur í rekstri fyrir rekstrarárið 2023.. Líta má á viðurkenninguna sem staðfestingu á styrkleika fyrirtækisins og því trausta starfi sem liggur að baki þeim árangri sem náðst hefur. Lykillinn að þessum góða árangri nú sem endranær er frábært starfsfólk sem leggur sig fram um að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu. Við höfum lagt áherslu á að byggja upp langtíma viðskiptasambönd sem byggjast á trausti og áreiðanleika, og það væri ekki mögulegt án hinnar miklu samvinnu og krafta sem starfsfólkið okkar leggur í starfið.
Hvatning til framtíðar
Viðurkenningin frá Creditinfo er ekki aðeins staðfesting á þeim árangri sem við höfum náð heldur einnig mikilvæg hvatning til framtíðar. Það er okkur einnig mikilvægt að sýna viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum að við leggjum mikinn metnað í að byggja upp fyrirtækis sem byggir á styrkum stoðum, góðum og sjálfbærum rekstri þar sem hver og einn innan fyrirtækisins spilar mikilvægt hlutverk.
Ætlun okkar til framtíðar er að leggja enn frekari áherslu á að styrkja þjónustuna, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við munum halda áfram að fjárfesta í nýjum lausnum og skapa sveigjanleika til að mæta fjölbreyttum þörfum á nútíma markaði. Blue Car Rental er staðráðið í að vera áfram leiðandi afl í ferðaþjónustunni á Íslandi og halda áfram að sýna framúrskarandi árangur.
Góðgerðarfest Blue Car Rental var haldið í fjórða sinn þann 12. október síðastliðinn. Þemað á hátíðinni er í anda hinna þýsku Októberfesta þar sem allir gestir mæta í lederhosen og dirndl búningum. Hátíðin er afar vinsæl og í ár komu yfir 700 gestir til að skemmta sér og skála að þýskum sið. Á sama tíma og Góðgerðarfestið er mikil skemmtun hefur hátíðin göfugan tilgang eins og nafnið gefur til kynna. Síðustu fjögur ár hefur starfsfólk Blue Car Rental staðið fyrir söfnun í góðgerðarmál samhliða hátíðinni og þannig breytt viðburðnum úr því að vera partý yfir í að vera góðgerðarviðburður.
Á fyrstu þremur hátíðunum höfðu samtals safnast um 50 milljónir en í ár náði söfnunin nýjum hæðum. Samtals söfnuðust yfir 25 milljónir frá fyrirtækjum og einstaklingum sem renna algjörlega óskiptar í göfug og mikilvæg málefni í nærsamfélagi okkar líkt og áður. Þau 17 málefni sem hlutu styrk í ár er að finna neðst í greininni.
Þó við getum með sanni sagt að við séum stolt að því að viðburðurinn sjálfur sé á vegum Blue Car Rental og við eigum frumkvæðið að söfnuninni eru það hins vegar framlög þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem koma að söfnuninni sem tryggja það að Góðgerðarfestið nái þeim einstaka tilgangi sem fyrr greinir. Í ár voru 93 fyrirtæki auk fjölda einstaklinga sem komu að söfnuninni og eru þessir aðilar undirstaða söfnunarinnar. Finna má vörumerki allra fyrirtækja sem lögðu söfnunni lið á myndinni fyrir neðan. Án ykkar væri þetta bara partý!
Við hjá Blue Car Rental viljum senda okkar bestu þakkir til allra þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem komu í þessa vegferð með okkur og lögðu málefnunum lið. Takk fyrir frábæra hátíð. Einnig þökkum við öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að einum eða öðrum hætti að Góðgerðarfestinu og hjálpuðum okkur að láta þetta verða að veruleika. Þá þökkum við öllum gestunum að sjálfsögðu fyrir komuna en við getum ekki beðið eftir því að halda fimmta Góðgerðarfestið á næsta ári. Þar höfum við sett markið á að toppa söfnunina í ár og rjúfa þannig 100 milljón króna múrinn í heildina.
Úthlutun styrkja mun fara fram fimmtudaginn n.k. á skrifstofum Blue Car Rental við Blikavöll 3.
Blue Car Rental tók þátt í starfsgreinakynningu grunnskólanemenda í Blue höllinni þann 28. september.
Um 800 grunnskólanemendur mættu á kynninguna og hittu starfsfólk úr ólíkum starfsgreinum.
Blue Car Rental kynnti fjölbreytt störf sem fyrirtækið býður uppá eins og bílamálara, bifvélavirkja, forritara, mannauðsstjóra og þjónustufulltrúa.
Þetta var í fyrsta sinn sem bílaleiga tók þátt í starfsgreinakynningunni og vonum við að nemendur hafi haft gagn og gaman af.
Blue Car Rental hefur enn á ný hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, að mati Keldunnar og Viðskiptablaðsins. Fyrirtækið er eitt fjölmargra fyrirtækja sem hafa hlotið hafa umrædda viðurkenningu, en hún byggir á nokkkuð ströngum skilyrðum og kröfum sem taka til árangurs í rekstri og styrks á markaði.
Til þess að hljóta þessa viðurkenningu þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði. Þau þurfa að sýna fram á stöðugleika í rekstri, góðan fjárhagslegan styrk og góða rekstrarhæfni. Einnig er horft til heilbrigðrar skuldastöðu, skilvirkrar stjórnarhátta og stöðugs vaxtar. Árangurinn er staðfesting á því að Blue Car Rental hefur náð að skapa traustan og skilvirkan rekstur á markaði þar sem samkeppni er hörð.
Það sem gerir þennan árangur mögulegan er hið framúrskarandi starfsfólk Blue Car Rental. Með mikla fagmennsku, jákvæðni og hæfni hafa þau unnið ötullega að því að bæta þjónustuna og styrkja stöðu fyrirtækisins. Hver og einn starfsmaður hefur lagt sitt af mörkum til að gera Blue Car Rental að því öfluga fyrirtæki sem það er í dag.
Við erum stolt af þessum árangri og þökkum starfsfólki okkar fyrir ómetanlegt framlag þeirra. Blue Car Rental mun halda áfram að byggja á þessum sterka grunni til að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu á hverjum degi.
Við hjá Blue Car Rental tókum nýlega þátt í Vestnorden, einni af stærstu viðskiptaráðstefnum ferðaþjónustunnar á Norðurlöndum, sem fram fór í Færeyjum. Vestnorden veitir fyrirtækjum í ferðaþjónustu frábært tækifæri til að eiga viðskiptafundir, styrkja tengsl við samstarfsaðila og hitta nýja viðskiptavini.
Það var ánægjulegt að hitta okkar traustu viðskiptavini og skapa ný sambönd sem munu vonandi blómstra á komandi árum. Ráðstefnan var vel skipulögð og gaf okkur dýrmæta innsýn í markaðinn sem og nýja viðskiptamöguleika.
Við hlökkum mikið til Vestnorden á næsta ári, þar sem ráðstefnan verður haldin á Akureyri, og vonumst til að sjá ykkur þar!
vestnorden@2x-100.jpg
„Við höfum alltaf lagt okkur fram um að styrkja íþróttafélög og viðburði í nærsamfélaginu. Styrkur við mótið markar tímamót því þetta er í fyrsta skiptið sem við styrkjum viðburð í Vogunum,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Blue Car Rental.
Hann skrifaði á dögunum fyrir hönd bílaleigunnar undir samning sem styrktaraðili Landsmóts UMFÍ 50+, sem verður í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. – 9. júní. Mótið hefur verið haldið árlega um allt land og aldrei á sama stað. Mótið er nú í fyrsta sinn haldið í Vogum.
Undir samninginn skrifaði Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ.
Strandarhlaup Blue
Á meðal viðburða á mótinu var Strandarhlaup Blue, sem var ein af opnum greinum mótsins. Tíu ár eru síðan blásið var í fyrsta sprettinn í því. Allir sem vilja gátu tekið þátt í Strandarhlaupi Blue.
Keppt var í tveimur aldursflokkum, 49 ára og yngri og 50 ára og eldri.
Blue Car Rental hefur undanfarin ár lagt gríðarlega mikla áherslu á aukin gæði í þjónustu og sölu með það fyrir augum að auka upplifun viðskiptavina sinna. Lagt var af stað í það verkefni að bæta alla snertifleti upplifunar, þ.e. frá pöntun og þar til bifreið er skilað.
Í því verkefni hefur áhersla verið lögð á aukna sjálfvirknivæðingu án þess þó að það komi niður á persónulegri þjónustu. Með þessu teljum við okkur vera að koma til móts við mismunandi þarfir viðskiptavina Blue Car Rental sem telja yfir milljón á þeim 14 árum sem fyrirtækið hefur verið starfandi.
Síðasta haust fór fram fundur tengdum ferðaþjónustu á Reykjanesinu þar sem gæði þjónustu og upplifun viðskiptavina var meðal annars umræðuefnið. Á þeim fundi komumst við í samband við Ólínu hjá Hæfnissetri ferðaþjónustunnar (hæfni.is). Hæfnisetrið er í mikilli snertingu og samtölum við íslenska ferðaþjónustu. Eftir gott samtal við Ólínu skapaðist hugmynd að leið til þess að efla færni starfsfólks í framlínu í þjónustu og sölu hjá Blue Car Rental.
Ákveðið var að setja af stað vinnustofur og markþjálfun í samstarfi við ráðgjafann Kristján Aðalsteinsson hjá Krissi Coach.
Vinnustofurnar og þjálfunin með Kristjáni hófst á vetrarmánuðum 2023. Á sama tíma var fyrirtækið að taka upp nýtt sölubónuskerfi sem hannað var með það fyrir augum að hvetja starfsfólk til góðra verka en ekki síður efla liðsanda. Það varð strax ljóst að þjálfunin studdi mjög vel við þá innleiðingu. Árangur starfsfólks Blue Car Rental varð strax áþreifanlegur í kjölfarið en aukin samvinna og sala hafði í för með sér fjárhagslegan ávinning fyrir bæði starfsfólkið sjálft og fyrirtækið.
Á vinnustofunum var farið yfir ýmsa þætti er líta að þjónustu og sölu og leiðir ræddar sem styðja gætu starfsfólk til enn betri verka. Kristján lagði mikla áherslu á að innvinkla og leita álits starfsfólks, meðal annars þegar farið var yfir þjónustu- og söluaðferðir sem notaðar eru hjá Blue Car Rental.
Til viðbótar við vinnustofurnar var starfsfólki einnig boðið að sækja sér markþjálfun hjá Kristjáni. Markþjálfun eru einstaklings samtöl þar sem starfsfólki var hjálpað að skerpa á markmiðum sínum, framtíðarsýn og koma auga á tækifæri í styrkleikum sínum til að efla sig enn frekar. Hluti starfsfólks hefur nýtt sér markþjálfunina áfram.
Það er trú okkar sem fyrirtækis að vinnustofurnar og þjálfunin muni ekki einungis koma til með að nýtast starfsfólki heldur einnig fyrirtækinu sjálfu. Við lítum svo á að vel þjálfað starfsfólk sé í senn sjálfsöruggara og ánægðra og betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini sína með þeim hætti að upplifun þeirra verði sem best.
Sævar Sævarsson – aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental
Ólína Laxdal - sérfræðingur, Hæfnissetri ferðaþjónustunnar
Markaðsteymi Blue Car Rental hlaut á dögunum önnur verðlaun Global Digital Excellence Awards 2023. Global Digital Excellence Awards eru verðlaun sem heiðra vefsíður, herferðir, verkfæri og teymi fyrir framúrskarandi árangur í stafræna heiminum og eru verðlaunin veitt í yfir 40 flokkum. Blue Car Rental teymið fékk tilnefningu fyrir Paid media campaign of the year og lenti í öðru sæti með herferðina Life´s too short.
,,Tókum stöðutékk og áttuðum okkur á því að við vorum búin að áorka sjúlluðum árangri 🚙
Enginn getur neitt einsamall, við hófum samstarf með Sahara í september 2022 og hefur það samstarf skilað frábærum árangri. Sameiginleg sýn og samvinna er lykillinn að því að við enduðum á þeim stað sem lagt var upp með. Það er gríðarlegur lærdómur í því fólginn að sameina teymi í breytingum og þess þó heldur er mikilvægt að fagna stórum sem smáum sigrum.
Allt snýst þetta um að ná til rétts fólks á réttum tíma og á réttum miðlum. Við settum okkur markmið í byrjun árs og í samstarfi við Sahara þá settum við upp alhliða gagnadrifna stefnu sem átti að vera og varð sérsniðin að einstökum þörfum mögulegra viðskiptavina. Sahara leiddi okkur inn í krefjandi en mjög skemmtilegt tímabil sem leiddi af sér frábæran árangur,''
Samskipti og virðing skipta okkur miklu máli hjá Blue Car Rental og við reynum að fræðast og æfa okkur reglulega til að minna okkur á það sem skiptir máli og skapar góðan vinnustað.
Starfsfólk sótti vinnustofu hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum um fjölmenningu þar sem markmið og tilgangurinn var að skoða viðhorf og samskipti í fjölmenningarlegu samfélagi og vinnustað sem Blue Car Rental er. Miklar og góðar umræður sköpuðust milli starfsfólks sem vonandi skilar sér í betri skilning á fjölmenningu og að starfsfólk horfi betur á það sem sameinar okkur frekar en það sem aðgreinir okkur sem manneskjur.
Við getum með stolti sagt að Góðgerðarfestin okkar vaxi með hverju árinu en á síðustu þremur árum hafa safnast hátt í 50 milljónir sem renna óskert til góðgerðarmála 💙
Samfélagið skiptir okkur máli og er Góðgerðarfest Blue ein af okkar leiðum til að styrkja og vekja athygli á þeim mikilvægu málefnum og störfum sem unnin eru hér á svæðinu.
Góðgerðarfest Blue er vettvangur fyrir fyrirtæki og einstaklinga til að koma saman í krafti fjöldans og láta gott að sér leiða 💪
Hver króna sem kemur inn rennur óskipt í söfnunina og það eru framlögin sem hátíðin stendur fyrir.
Ellefu aðilar, félög og góðgerðarsamtök hlutu styrki fyrir samtals tuttugu milljónir króna.
Eftirfarandi aðilar fengu styrk árið 2023:
Hæfingarstöðin, dagþjónustuúrræði sem gefur einstaklingum með langvarandi stuðningaþarfir tækifæri til þess að auka hæfni sína til starfa og taka þátt í daglegu lífi. 2.500.000
Krabbameinsfélag Suðurnesja 2.500.000
Björgunarsveit Suðurnesja 2.500.000
Minningarsjóður Ragga Margeirs 2.500.000
Minningarsjóður Ölla 2.500.000
Einhverfudeildir á Suðurnesjum Öspin, Eikin Lindin og Ásgarður 5.000.000 (1.250.000 hver deild)
Góðvild, félagasamtök sem styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldur þeirra. 1.250.000
Bumbulóní, góðgerðarfélag
Takk allir sem komu að söfnuninni !
Meðlimir Hæfingarstöðvarinnar á Reykjanesi kíktu í heimsókn til Blue Car Rental þriðjudaginn 24. maí síðastliðinn í tilefni af árlega Blue Cares deginum. Hjá Hæfingastöðinni er lögð er áhersla á að veita einstaklingum með sérþarfir hvatningu og stuðning.
Blue Cares er verkefni á vegum Blue Car Rental þar sem stutt er við þeirra frábæra starf. Markmið heimsóknarinnar er kynna starfsemi bílaleigunnar fyrir meðlimum Hæfingarstöðvarinnar á skemmtilegan og hvetjandi hátt. Optical Studio - 7. júlí Blue Car Rental hefur ætíð lagt áherslu á styðja við sitt samfélag.
Blue Cares er hluti af þeirri vegferð og er fyrirtækið stolt af sínu blómlega samstarfi við Hæfingarstöðina. Alls mættu um 40 gestir frá Hæfingarstöðinni að þessu sinni og heppnaðist dagurinn einstaklega vel. Áhuginn og metnaðurinn lét svo sannarlega ekki á sér standa. Eins og við mátti búast voru meðlimir Hæfingarstöðvarinnar óhræddir við að taka að sér hin ýmsu störf og leysa þau með bros á vör.
Dagskráin hófst í húsi Hæfingarstöðvarinnar þar sem allir fengu afhentan sérútbúinn Blue Cares bol að gjöf. Þaðan var haldið af stað til allra starfsstöðva Blue Car Rental í Reykjanesbæ. Fyrsti viðkomustaður var Blikavellir 3. Þar tók Magnús Sverrir Þorsteinsson, eigandi og forstjóri Blue Car Rental, tók á móti hópnum. Eftir stutta kynningu á starfseminni var farin skoðunarferð um útleigu- og þvottastöð fyrirtækisins. Þar bauðst öllum, sem höfðu áhuga á, að spreyta sig á hinum ýmsum störfum sem þar eru unnin. Að því loknu heimsótti hópurinn verkstæði Blue Car Rental á Hólmbergsbraut. Þar fékk hópurinn einnig kynningu og tækifæri á að leysa verkefni þar.
Dagskránni lauk svo með veislu í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Hafnargötu 55. Þar gæddu gestir sér á pizzum og spjölluðu við starfsmenn áður en haldið var aftur í hús Hæfingarstöðvarinnar.