Blue Car Rental og Snjallgögn hefja nýtt samstarf í þróun snjalllausna.
Gagnadrifin framtíð
„Við hjá Blue Car Rental höfum alltaf lagt mikla áherslu á að nýta gögn og tækni til að bæta þjónustuna okkar. Með nýju samstarfi okkar við Snjallgögn stefnum við á að vera í fararbroddi þegar kemur að tæknilausnum fyrir ferðaþjónustuna. Gervigreind mun að okkar mati gjörbylta upplifun ferðamanna og gera hana bæði einstaklingsmiðaðri og öruggari. Þetta samstarf skapar spennandi tækifæri til að efla þjónustu okkar og ná samkeppnisforskoti á krefjandi markaði,“ segir Magnús Þór Magnússon, viðskiptaþróunarstjóri Blue Car Rental.
Sjálfvirk og sterk snjallmenni
„Snjallgögn hafa um árabil þróað gervigreindarlausnir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, og lausnir okkar hafa leyst milljónir fyrirspurna á ári hverju. Þjónustugreindin, sem er hluti af lausnavöndli okkar, Context Suite, hefur reynst ómetanleg við að bæta sjálfsafgreiðsluferli viðskiptavina. Yfir 60% notenda leysa nú málin sjálfir með aðstoð snjallmennis sem skilur og svarar á þeirra eigin tungumáli. Þessi þróun sýnir hvernig sjálfvirkni og gervigreind geta verið lykilatriði í framtíðarþróun ferðaþjónustu,“ segir Stefán Baxter, forstjóri Snjallgagna.
Um snjallgögn
Snjallgögn er íslenskt hugbúnaðarhús með tíu starfsmenn, staðsett í Reykjavík, sem sérhæfir sig í þróun gervigreindarlausna fyrir atvinnulífið. Meðal viðskiptavina Snjallgagna eru Arctic Adventures, Bónus, Elko, Nova, RARIK og Skatturinn. Bakvið Snjallgögn standa fjárfestar á borð við Founders Ventures, MGMT Ventures, Tennin, Icelandic Venture Studio og Bright Ventures.