Blue
Blue

Global Digital Excellence Awards - Annað sæti!

06.nóvember 2023

Fréttir

Markaðsteymi Blue Car Rental hlaut á dögunum önnur verðlaun Global Digital Excellence Awards 2023. Global Digital Excellence Awards eru verðlaun sem heiðra vefsíður, herferðir, verkfæri og teymi fyrir framúrskarandi árangur í stafræna heiminum og eru verðlaunin veitt í yfir 40 flokkum. Blue Car Rental teymið fékk tilnefningu fyrir Paid media campaign of the year og lenti í öðru sæti með herferðina Life´s too short. 

,,Tókum stöðutékk og áttuðum okkur á því að við vorum búin að áorka sjúlluðum árangri 🚙 

Enginn getur neitt einsamall, við hófum samstarf með Sahara í september 2022 og hefur það samstarf skilað frábærum árangri. Sameiginleg sýn og samvinna er lykillinn að því að við enduðum á þeim stað sem lagt var upp með. Það er gríðarlegur lærdómur í því fólginn að sameina teymi í breytingum og þess þó heldur er mikilvægt að fagna stórum sem smáum sigrum.
Allt snýst þetta um að ná til rétts fólks á réttum tíma og á réttum miðlum. Við settum okkur markmið í byrjun árs og í samstarfi við Sahara þá settum við upp alhliða gagnadrifna stefnu sem átti að vera og varð sérsniðin að einstökum þörfum mögulegra viðskiptavina. Sahara leiddi okkur inn í krefjandi en mjög skemmtilegt tímabil sem leiddi af sér frábæran árangur,'' 

Deila
Fyrirtækið
  • Um okkur
  • Mannauður
  • Framkvæmdastjórn
  • Stefnur
  • Fréttir
  • Skammtímaleiga
  • Ríkiskaup
  • Sækja um starf
  • Hafa samband
Langtímaleiga
  • Tryggingar
  • Leiguskilmálar
  • Panta tíma
  • Spurt og svarað
  • Vetrarleiga
Samfélagslegábyrgð
  • Blue Cares
  • Góðgerðarfest Blue
  • Sækja um styrk
  • Styrkveitingar
Bílasala
Upplýsingar
  • Blue Car Rental ehf.
  • Blikavöllur 3
  • 235 Keflavík Airport, Iceland
  • blue@bluecarrental.is
  • +354 773 7070
Bílasala
  • Blue Car Rental ehf.
  • Blikavöllur 3
  • 235 Keflavík Airport, Iceland
  • blue@bluecarrental.is
  • +354 773 7070