Terra fær fyrsta Kia EV3 rafbílinn frá Blue Car Rental

22.maí 2025

Fréttir

Um miðjan maí fékk fyrirtækið Terra afhentan sinn fyrsta Kia EV3 rafbíl í langtímaleigu frá Blue Car Rental. Bíllinn var afhentur við starfsstöð Blue á Fiskislóð í Reykjavík, þar sem Óli Hafsteinn, vaktstjóri hjá Blue, afhenti Guðna Má Ægissyni, sérfræðingi í upplýsingatæknideild Terra, lyklana að nýja rafbílnum.

Samstarf Blue Car Rental og Terra hefur verið farsælt undanfarin ár og markar afhending EV3-bílsins næsta skref í vistvænni bílanotkun Terra.

Terra er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum og félögum sem Blue Car Rental þjónustar um land allt. Á síðustu árum hefur áhersla Blue á vistvænar lausnir aukist, meðal annars með fjölgun rafbíla í bílaflota fyrirtækisins.

Óli Hafsteinn, vaktstjóri hjá Blue, afhendir Guðna Már Ægissyni, sérfræðingi í upplýsingatæknideild Tera, lyklana að nýja rafbílnum.
Óli Hafsteinn, vaktstjóri hjá Blue, og Guðni Már Ægisson, sérfræðingur í upplýsingatæknideild Terra.
Deila