Blue
Blue
Fyrirtækið
  • Um okkur
  • Mannauður
  • Framkvæmdastjórn
  • Stefnur
  • Fréttir
  • Skammtímaleiga
  • Ríkiskaup
  • Sækja um starf
  • Hafa samband
Langtímaleiga
  • Tryggingar
  • Leiguskilmálar
  • Panta tíma
  • Spurt og svarað
Samfélagslegábyrgð
  • Blue Cares
  • Góðgerðarfest Blue
  • Sækja um styrk
  • Styrkveitingar
Bílasala
Upplýsingar
  • Blue Car Rental ehf.
  • Blikavöllur 3
  • 235 Keflavík Airport, Iceland
  • blue@bluecarrental.is
  • +354 773 7070
Bílasala
  • Blue Car Rental ehf.
  • Blikavöllur 3
  • 235 Keflavík Airport, Iceland
  • blue@bluecarrental.is
  • +354 773 7070

Fyrirtæki til fyrirmyndar í rekstri

01.október 2024

Fréttir

Blue Car Rental hefur enn á ný hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, að mati Keldunnar og Viðskiptablaðsins. Fyrirtækið er eitt fjölmargra fyrirtækja sem hafa hlotið hafa umrædda viðurkenningu, en hún byggir á nokkkuð ströngum skilyrðum og kröfum sem taka til árangurs í rekstri og styrks á markaði.

Til þess að hljóta þessa viðurkenningu þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði. Þau þurfa að sýna fram á stöðugleika í rekstri, góðan fjárhagslegan styrk og góða rekstrarhæfni. Einnig er horft til heilbrigðrar skuldastöðu, skilvirkrar stjórnarhátta og stöðugs vaxtar. Árangurinn er staðfesting á því að Blue Car Rental hefur náð að skapa traustan og skilvirkan rekstur á markaði þar sem samkeppni er hörð.

Það sem gerir þennan árangur mögulegan er hið framúrskarandi starfsfólk Blue Car Rental. Með mikla fagmennsku, jákvæðni og hæfni hafa þau unnið ötullega að því að bæta þjónustuna og styrkja stöðu fyrirtækisins. Hver og einn starfsmaður hefur lagt sitt af mörkum til að gera Blue Car Rental að því öfluga fyrirtæki sem það er í dag.

Við erum stolt af þessum árangri og þökkum starfsfólki okkar fyrir ómetanlegt framlag þeirra. Blue Car Rental mun halda áfram að byggja á þessum sterka grunni til að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu á hverjum degi.


 

Deila