Blue
Blue
Fyrirtækið
  • Um okkur
  • Mannauður
  • Framkvæmdastjórn
  • Stefnur
  • Fréttir
  • Skammtímaleiga
  • Ríkiskaup
  • Sækja um starf
  • Hafa samband
Langtímaleiga
  • Tryggingar
  • Leiguskilmálar
  • Panta tíma
  • Spurt og svarað
Samfélagslegábyrgð
  • Blue Cares
  • Góðgerðarfest Blue
  • Sækja um styrk
  • Styrkveitingar
Bílasala
Upplýsingar
  • Blue Car Rental ehf.
  • Blikavöllur 3
  • 235 Keflavík Airport, Iceland
  • blue@bluecarrental.is
  • +354 773 7070
Bílasala
  • Blue Car Rental ehf.
  • Blikavöllur 3
  • 235 Keflavík Airport, Iceland
  • blue@bluecarrental.is
  • +354 773 7070

Stjórnendur Blue styrkja leiðtogahæfni sína

05.maí 2025

Fréttir

Á dögunum tóku millistjórnendur Blue Car Rental þátt í fjögurra daga stjórnendanámskeiði sem ætlað var að styrkja þá í hlutverki sínu sem leiðtogar og stjórnendur. Námskeiðið var haldið af Ragnari Matthíassyni mannauðsráðgjafa og var bæði hagnýtt og hvetjandi.

Áhersla var lögð á atriði eins og tímastjórnun, sjálfstraust, samskipti, stjórnunaraðferðir og mannauðsstjórnun. Þátttakendur fengu tækifæri til að skoða eigin stjórnunarstíl, læra hvernig best sé að veita endurgjöf, bæta upplýsingaflæði og styðja við gott starfsumhverfi. Einnig var fjallað um mikilvægi þess að stjórnendur hafi áhrif á vinnustaðamenningu og geti leitt breytingar með jákvæðum hætti.

Námskeiðið einkenndist af líflegum umræðum, raunhæfum dæmum og verkefnum sem tengdust beint daglegum verkefnum þátttakenda. Það var frábært að sjá hversu vel hópurinn tók þátt og hvað allir höfðu mikið að segja og deila.

Við erum virkilega stolt af því að eiga svona öflugt stjórnendateymi og hlökkum til að sjá áframhaldandi áhrif námskeiðsins í okkar daglega starfi.

Millistjórnendur Blue Car Rental á stjórnendanámskeiði.

Deila