Blue Car Rental á ITB Berlin 2025

18.mars 2025

Fréttir

Dagana 4.–6. mars tók Blue Car Rental þátt í alþjóðlegu ferðasýningunni ITB Berlin, einni stærstu og áhrifamestu ráðstefnu ferðaþjónustunnar í heiminum. Þar komu saman sérfræðingar og fyrirtæki frá öllum heimshornum til að kynna nýjungar, efla tengslanet sitt og ræða framtíð ferðaþjónustunnar.

Sterk viðvera Íslands á sýningunni

Í ár var viðburðurinn afar umfangsmikill með fulltrúa frá yfir 170 löndum, um 6.000 sýningar og tæplega 100.000 þátttakendur. Frá Íslandi voru um 35 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki á sýningunni, þar á meðal Blue Car Rental. Fulltrúar Blue Car Rental voru þeir Halldór Kristinn og Ari Hermóður frá söludeild fyrirtækisins.

Tækifæri til að efla samstarf og skapa ný viðskiptatengsl

Fulltrúar Blue Car Rental nýttu tækifærið til að að kynna okkar frábæru tæknilausnum þar sem skilvirkni og gagnsæi eru í fyrirrúmi. Ásamt því að hitta lykilaðila í B2B-geiranum, efla samstarf við núverandi viðskiptafélaga og mynda tengsl við nýja aðila sem skipuleggja ferðir til Íslands. Viðburðir sem þessir gefa dýrmæt innsýn í þróun ferðaþjónustunnar og skapa tækifæri til vaxtar og nýsköpunar.

Framúrskarandi þjónusta í forgrunni

Þátttaka í ITB Berlin gerir kleift að fylgjast með nýjustu straumum í ferðaþjónustu, byggja upp sterkt tengslanet og tryggja að viðskiptavinir fái enn betri þjónustu. Fyrir Blue Car Rental er þetta liður í því að halda áfram að veita ferðamönnum á Íslandi framúrskarandi upplifun.

Blue Car Rental á ITB Berlin 2025.
Halldór Kristinn og Ari Hermóður fulltrúar Blue Car Rental á ITB Berlin 2025.
Deila