Blue
Blue
Fyrirtækið
  • Um okkur
  • Mannauður
  • Framkvæmdastjórn
  • Stefnur
  • Fréttir
  • Skammtímaleiga
  • Ríkiskaup
  • Sækja um starf
  • Hafa samband
  • Jólalán
Langtímaleiga
  • Tryggingar
  • Leiguskilmálar
  • Panta tíma
  • Spurt og svarað
  • Kílómetrastaða
Samfélagslegábyrgð
  • Blue Cares
  • Góðgerðarfest Blue
  • Sækja um styrk
  • Styrkveitingar
Bílasala
Upplýsingar
  • Blue Car Rental ehf.
  • Blikavöllur 3
  • 235 Keflavík Airport, Iceland
  • blue@bluecarrental.is
  • +354 773 7070
Bílasala
  • Blue Car Rental ehf.
  • Blikavöllur 3
  • 235 Keflavík Airport, Iceland
  • blue@bluecarrental.is
  • +354 773 7070

Starfskynning á verkstæði Blue Car Rental

16.janúar 2026

Fréttir

Magnús, Jóhann og Andri, nemendur í 8. bekk í Sandgerðisskóla, heimsóttu nýverið verkstæði Blue Car Rental í starfskynningu í tengslum við verkstæðisval skólans. Markmið heimsóknarinnar var að kynna nemendum fjölbreytt störf í bílgreinum og veita þeim innsýn í daglegt starf á verkstæði sem leggur mikið upp úr framþróun. 

Drengirnir fengu að fylgjast með olíuskiptum og hlustuðu á fræðandi útskýringar um ferlið og mikilvægi reglubundins viðhalds bíla. Einnig fengu þeir að sjá þegar rúðuskipti voru framkvæmd á sprautuverkstæðinu, þar sem farið var yfir verklag, öryggisatriði og tæknilega þætti starfsins.

Auk verklegrar kynningar fengu nemendur fræðslu um öryggi á vinnustað og kynntust starfsemi verkstæðisins í heild sinni. Þeir heimsóttu öll helstu svið, þar á meðal sprautun, dekkjadeild og almennt verkstæði, og fengu þannig góða yfirsýn yfir þau fjölbreyttu störf sem þar fara fram.

Starfskynningin er hluti af samfélagslegri ábyrgð Blue Car Rental, þar sem lögð er áhersla á að styðja við fræðslu, kynna ungu fólki möguleika í tæknistörfum og taka virkan þátt í nærumhverfinu á Suðurnesjum.

Blue Car Rental þakkar Magnúsi, Jóhanni og Andra kærlega fyrir ánægjulega heimsókn og sýndan áhuga og óskar þeim velfarnaðar í námi og framtíðarverkefnum.

Deila