Blue
Blue
Fyrirtækið
  • Um okkur
  • Mannauður
  • Framkvæmdastjórn
  • Stefnur
  • Fréttir
  • Skammtímaleiga
  • Ríkiskaup
  • Sækja um starf
  • Hafa samband
  • Jólalán
Langtímaleiga
  • Tryggingar
  • Leiguskilmálar
  • Panta tíma
  • Spurt og svarað
Samfélagslegábyrgð
  • Blue Cares
  • Góðgerðarfest Blue
  • Sækja um styrk
  • Styrkveitingar
Bílasala
Upplýsingar
  • Blue Car Rental ehf.
  • Blikavöllur 3
  • 235 Keflavík Airport, Iceland
  • blue@bluecarrental.is
  • +354 773 7070
Bílasala
  • Blue Car Rental ehf.
  • Blikavöllur 3
  • 235 Keflavík Airport, Iceland
  • blue@bluecarrental.is
  • +354 773 7070

Blue Car Rental leggur áherslu á velferð og vellíðan starfsfólks

18.nóvember 2025

Fréttir

Hjá Blue Car Rental leggjum við áherslu á að starfsfólkið okkar líði vel því heilbrigt og hvetjandi vinnuumhverfi er forsenda góðrar þjónustu og sterkrar liðsheildar. Við trúum því að heilbrigt vinnuumhverfi sé grunnurinn að góðri þjónustu, öflugum teymum og jákvæðri fyrirtækjamenningu.

Til að styðja við þessa sýn höfum við innleitt þrjú lykilverkefni sem vinna saman að því markmiði að skapa öruggan og hvetjandi vinnustað:

Velferðartorg Blue í gegnum Kara Connect er vettvangur fyrir starfsfólk til að sækja sér fræðslu með lesefni og fyrirlestrum sem miða að því að auka vellíðan. Þar má finna efni um jafnvægi milli vinnu og einkalífs, hreyfingu, svefn, næringu og ráðgjöf allt á einum stað. Starfsfólk getur einnig bókað 3 tíma á ári hjá sérfræðingi sér að kostnaðarlausu.

EKKO-áætlunin stendur fyrir Aðgerðir gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Hún markar skýra afstöðu Blue Car Rental: að engin birtingarmynd slíks hegðunar sé liðin. Með fræðslu, viðbragðsferlum og opnum samtölum viljum við tryggja að starfsfólk upplifi öryggi, virðingu og traust í vinnunni.

SamskiptastefnaBlue, sem ber heitið Leiðin, er sameiginleg yfirlýsing starfsfólks um hvernig við viljum umgangast hvert annað í daglegu starfi og samskiptum. Hún er samin í samvinnu við starfsfólk og byggir á eftirfarandi: hjálpsemi, vexti, umhyggju og samskiptahæfni.
Markmiðið er að skapa vinnuumhverfi þar sem traust, virðing og samvinna eru í fyrirrúmi – þar sem fólk finnur að framlag þess skiptir máli og að allir hafi rödd.

Viðverustefna Blue sem ætlað er að styðja við, hlúa að starfsfólki og skapa vinnustað sem leggur áherslu á gott starfsumhverfi sem styður og sameingar þarfir starfsfólks og fyrirtækis. Hún styður með samræmdum og sanngjörnum hætti við fjarveru frá vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma.

Verkefnin eru öll innleidd með það markmið að vinna stöðugt að velferð starfsfólks. Við vitum að það krefst stöðugrar vöktunar og vökvunar. Þegar starfsfólkið líður vel, gengur fyrirtækinu vel.

Starfsmaður Blue Car Rental á bílaverkstæði.

Deila