Blue Car Rental er nú stoltur styrktaraðili fimleikadeildar Keflavíkur. Með stuðningnum undirstrika forsvarsmenn fyrirtækisins mikilvægi þess að efla íþróttastarf barna og ungmenna á Suðurnesjum og tryggja þeim öruggt, uppbyggilegt umhverfi til að vaxa og dafna.
Samfélagsleg ábyrgð er jafnframt stór hluti af starfsemi Blue Car Rental og innan fyrirtækisins ríkir sú trú að sameiginlegt átak fyrirtækja og íbúa geri nærumhverfið sterkara.
Stjórnendur Blue Car Rental lýsa þakklæti yfir því að fá að taka þátt í þessu samstarfi með fimleikadeild Keflavíkur. Þeir líta á verkefnið sem enn eitt skrefið í að fylgja stefnu fyrirtækisins: Simplify the ride, amplify the joy – með það að markmiði að stuðla að jákvæðum áhrifum fyrir nærsamfélagið og viðskiptavini.